Breytingartillaga á lögum félagsins

Ein breytingartillaga á lögum Sundfélagsins hefur borist og er hún svohljóðandi:

8. gr. Félagið setur sér siðareglur fyrir iðkendur, foreldra og starfsmenn (stjórn og þjálfarar). Brot á siðareglum félagsins getur varðað brottvikningu úr félaginu eða leitt til útilokunar frá viðburðum á vegum félagsins.

Breytingartillagan verður lögð fram til samþykktar á aðalfundi félagsins 10. apríl 2019. Lögum má aðeins breyta hljóti tillagan samþykki 2/3 hluta fundarmanna.