Bréf til Garpa

Elskurnar

Venjuleg æfing þann 16. des, Þorláksmessusundið okkar þann 18. En fyrir þá sem ekki vita hefur skapast hefð að synda 1500 metra skrið á síðustu æfingu fyrir jól, góð æfing fyrir þríþrautarfólk, og þeir sem vilja mega nota froskalappir.
Ég verð ekki á bakkanum þann 20. vegna brautskráningar í VMA, en skil eftir æfingu á auglýsingatöflunni í þjálfaraherberginu.
Ég kem á bakkann kl 19:30 á Þorláksmessu og læt bara ráðast hvort fólk gefi sér tíma til að synda. Það sama gildir um 30. des, sem verður þá að öllum líkindum mín síðasta æfing þar sem síðasta útspil heilsufarsins gefur ekki tilefni til mikillar aukavinnu.

Óska ykkur og ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Kv Karen