B.Jensen mót Óðins

B. Jensen mót Óðins verður haldið laugardaginn 11. maí í Akureyrarlaug. Keppt verður í tveimur hlutum og hefst keppni í þeim fyrri kl. 10 (upphitun kl. 9) og í þeim seinni kl. 14:30 (upphitun kl. 13:30).  Fimmtíu sundkrakkar munu stinga sér til sunds og þar af eru nokkrir að keppa á sínu fyrsta sundmóti. Við hvetjum alla til að mæta á bakkann og hvetja okkar frábæra sundfólk. Foreldra/forráðamenn og aðra velunnara sundfélagsins hvetjum við til að aðstoða okkur við mótshaldið því margar hendur vinna jú létt verk. Þeir sem hafa tök á að aðstoða okkur mega gjarnan skrá þátttöku sína í eftirfarandi skjal: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1tZmQGfVip85mdrgv7TVBhnryJWiEdt1G/edit?usp=sharing&ouid=117542459232466070427&rtpof=true&sd=true

Hlökkum til að sjá ykkur á bakkanum :)