Bætingar, sviti og tár á RIG 2023!

Fjölmörg sund, fjölmargar bætingar og hellingur af svita, tárum og blóði en það slær þau ekkert út af laginu! Þau halda áfram að gera sitt besta sama hvað. Alltaf gott að sjá flottar bætingar þegar okkar fólk fær að keppa við almennilegar aðstæður!
Tveir keppendur úr Óðinsröðum komust í úrslit; Eydís Arna Isaksen synti 50 bringu og Kristófer Óli Birkisson synti 100 flug og sýndu þau heldur betur kraft og seiglu í sínum dagsverkum! 
Mögnuð frammistaða  og svakaleg átök einkenndu alla helgina á fyrsta 50m móti tímabilsins og Óðinsfólk er hvergi nærri hætt!	</div>
		<div class= Til baka