Ásvallarmót SH haldið í Ásvallarlaug 19. og 20. mars 2022

Óðinn sendi 21 keppanda á Ásvallamótið að þessu sinni.  Mótið var fyrst og fremst til þess að sjá hvernig staðan var á keppendum fyrir komandi Íslandsmeistaramót í 50m laug (ÍM50) og jafnframt síðasta tækifærið til að ná lágmarki á það mót.  Mótið er uppsett eins og ÍM50 sem gerir það fullkomið til að prófa hvernig staðan er á iðkendum.  

Árangur á mótinu var mjög góður. Keppt var í 126 greinum og bætingar urðu í 54 greinum.  Þegar horft er til meðaltals árangurs allra greina má sjá að um 100.9% allra þeirra var á tímum við sitt eða á sínum besta tíma sem er mjög góður árangur.  

Mestu bætinguna á þessu móti átti Magni Rafn Ragnarsson í 100m skriðsundi en hann kom í bakkann á tímanum 1.12.73 en átti fyrir 1.57.35 í 50m lauginni. Um er að ræða 260% bætingu.  Tíminn hans er 17/100 frá Akureyrarmetinu í 100m skriðsundi 12 ára og yngri. Þrjú Akureyrarmet voru sett á mótinu en það gerði í öllum tilfellum Magni Rafn Ragnarsson, í 50m, 100m og 200m bringusundi.

Óðinn átti nokkra sundmenn á verðlaunapalli á þessu móti en Örn Kató varð í 2. sæti í 200m bringusundi, Kristófer Óli varð í 3. sæti í 100m flugsundi, Magni Rafn varð í 3. sæti í 200m bringusundi, Eydís Isaksen varð í 2. sæti í 200m bringusundi og Kristinn Viðar varð í 1. sæti í 100m baksundi.

Frábær árangur náðist á þessu móti og óska þjálfarar öllum innilega til hamingju með mótið.