AMÍ og UMÍ 2013.

Kæru sundkappar, takk fyrir skemmtilega og frábæra helgi.  Sannarlega ánægjulegt að vera með ykkur og fylgjast með árangri ykkar.  Þið eruð búin að leggja mikið á ykkur á þessu tímabili æfa vel. Flestir náðu að bæta sig verulega og syntu glæsileg sund.  
Uppskera Óðins var góð á svo margan hátt.  Margir persónulegir sigrar náðust og þó svo að allir hafi ekki fengið verðlaunapening um hálsinn þá eruð þið öll sigurvegarar í okkar huga.  
Óðinn vann þó nokkra titla á bæði UMÍ sem var fyrir hálfum mánuði síðan og einnig núna um síðustu helgi á AMÍ.  Eftirtaldir aðilar unnu gull á UMÍ og AMÍ;
Aron Bjarki Jónsson, Birkir Leó Brynjarsson, Birgir Viktor Hannesson, Bryndís Bolladóttir, Nanna Björk Barkardóttir, Sigurjóna Ragnheiðardóttir, Snævar Atli Halldórsson og Þura Snorradóttir.  Til hamingju með þennan frábæra árangur.

Margir unnu til annara verðlauna og vil ég benda á heimasíðu mótsins ef fólk vill kynna sér það betur.  Einnig vorum við í fjórða sæti í stigakeppni liða sem er mjög góður árangur miða við stærð á liði.

Ég vil einnig koma fram þakklæti til þeirra foreldra og aðstandanda sem unnu við mótið.  Þið eruð algjörar hetjur og stóðuð ykkur svo vel.  Held að það hafi verið margir lúnir eftir sunnudaginn. Hörður formaður SSÍ talaði um ríflega 230 stöðugildi hafi verið unnin um helgina ég held að það hafi verið unnið af ansi fáum höndum en afar duglegum.  Án ykkar væri þetta ekki hægt og erum við mjög þakklát fyrir ykkar vinnu.

Bryndís Bolladóttir var síðan valin stigahæsta telpan sem er frábær árangur.  

Til hamingju með árangurinn krakkar þið eruð frábær!!

Hafið það gott í sumarfríinu og skemmtið ykkur vel.  Við sjáumst hress í ágúst þegar við byrjum af fullum krafti.

Með sundkveðju

Ragga , Pétur og Dilla