AMÍ 2023 á Akureyri!

Meirihluti AMÍliðs Óðins til í skrúðgöngu!
Meirihluti AMÍliðs Óðins til í skrúðgöngu!
Áfram Óðinn!💪🏽🐻‍❄️
 
Fyrsti dagurinn á AMÍ 2023 gekk eins og í sögu! Óðinsmenn tóku á móti um 200 keppendum og öllu þeirra fylgdarliði á fimmtudegi, öll til í almennileg átök!
Föstudagurinn byrjaði með samhristing, dans og söng á ráðhústorginu með öllum liðum, skrúðgöngu  upp í laug og mótið formlega sett við gríðarleg fagnaðarlæti💪🏽
Óðinsmenn gerðu Akureyringa heldur betur stolta á mótinu og luku fyrsta mótshluta, og fyrsta degi AMÍ, í fjórða sæti af 13 í stigakeppninni!
Við fórum heldur ekki tómhent heim;
- Una Steinunn nældi sér í silfur í 50 bak
- Eva Elísabet vann brons í 50 bak
- Ástrós Lea vann brons í 50 bringu
- Benedikt Már hlaut brons í 200 bringu
A-sveit Óðinsstúlkna 10 ára og yngri (Ástrós Lea, Katrín Anna, Eva Elísabet og Una Steinunn) unnu flottan sigur í 4x 50 skrið og stóðu uppi sem Aldursflokkameistarar með gull🥇
A-sveit Óðinsdrengja 12-13 ára (Magni Rafn, Ívan Elí, Alexander Reid og Benedikt Már) tóku annað sætið í 4x 100 skrið🥈

Annar dagurinn á AMÍ var ekki síðri en sá fyrsti og Óðinsmenn voru algjörlega til fyrirmyndar!
Fjölmargar bætingar, flott sund og frábært hvatningarlið á bakkanum!🎉
Við erum öll að vinna saman sem eitt lið og flestir sundmenn hafa unnið inn stig fyrir liðið. Óðinn hélt traustum höndum í fjórða sætið í stigakeppninni og ætlaði alls ekki að gefa það eftir!💪🏽
Persónuleg verðlaun voru líka nokkur;
- Una Steinunn landaði Aldursflokkameistaratitli í 50 flug!
A-sveit Óðinsstráka í 4x 50 fjór, 11 ára og yngri (Lárus Högni, Arnar Darri, Baldur Máni og Rúnar Siththichai), urðu í þriðja sæti og tóku brons heim!
A-sveit Óðinsstráka í 4x 50 fjór, 12-13 ára (Ívan Elí, Magni Rafn, Björn Elvar og Benedikt Már) enduðu í öðru sæti svo það er annað silfur í safnið!
Boðsundssveitirnar okkar eru skipaðar mögnuðum og sterkum einstaklingum sem eiga að vera hvað stoltust af sér fyrir flotta samstöðu og liðsheild🤘🏼❤️

Síðasti dagurinn bauð fólki upp á vel verðskuldaða kælingu í formi hitaskúra og áframhaldandi hita! ☀️
Þriðji dagur AMÍ var fullur af bætingum, átökum og persónulegum sigrum hjá Óðinsfólki;
- Una Steinunn vann brons í 50 skrið og silfur í 100 fjór
- Magni Rafn nældi sér í brons í 100 bringu
- Alicja Julia náði bronsi í 400 skrið
A-sveit Óðins í 11 ára og yngri (Lárus Högni, Baldur Máni, Una Steinunn og Ástrós Lea), blandað 4x 50 skrið, vann brons og fengu verðlaunin á lokahófinu um kvöldið🎉
 
AMÍ 2023 var æðisleg upplifun og við Óðinsmenn erum svakalega þakklát fyrir öll frábæru liðin, keppendurna, fararstjórana, þjálfarana, dómarana og alla þá sem komu að mótinu á einhvern hátt!❤️
Óðinn er sömuleiðis ofboðslega ríkt af öllu því frábæra fólki og styrktaraðilum sem lögðu ómælda vinnu, tíma og pening í að halda þetta frábæra mót! Takk enn og aftur frábæru sjálfboðaliðar❤️ Smellið endilega hér og kíkið á alla þá flottu styrktaraðila sem komu að mótinu.
Óðinsmenn unnu frækna sigra á lokadeginum, sunnudegi, og voru frábærir fulltrúar Norðurlands! Óðinn hélt sér í fjórða sæti allt mótið og kláraði með 310 stig🤘🏼  
Fleiri myndir af Óðinsfólki á AMÍ má finna hér!

Úrvals- og Framtíðarhópur tóku vel verðskuldaða skemmti/niðursundsæfingu á mánudeginum eftir mótið og skelltu sér svo í ís í boði Óðins🍦
Takk fyrir sundárið og sjáumst fersk og til í tuskið í ágúst!🤘🏼☀️