AMÍ 2018

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi 2018 (AMÍ) verður haldið á Akureyri dagana 22.-24. júní. Keppt verður í Sundlaug Akureyrar við Þingvallastræti. Boðið verður upp á gistingu í Brekkuskóla á Akureyri en skólinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar. Eins og venja er með sundmót þarf fólk að hafa með sér dýnur og annan viðlegubúnað. Matur verður einnig framreiddur í Brekkuskóla. Lokahóf fer fram í Íþróttahöllinni sem er staðsett nálægt Brekkuskóla.

Í boði eru eftirfarandi AMÍ pakkar:

Fullur pakki á 25.000.-

  • Gisting frá og með fimmtudagskvöldi 21. júní til mánudags 25. júní.
  • Matur frá fimmtudagskvöldi fram til mánudagsmorguns 25. júní
  • Lokahóf
  • AMÍ bolur

Pakki án gistingar aðfararnótt mánudags á 23.000.-

  • Gisting frá og með fimmtudagskvöldi 21. júní til sunnudags 24. júní.
  • Matur frá fimmtudagskvöldi fram til sunnudags 24. júní
  • Lokahóf
  • AMÍ bolur

Gisti- og fæðispakkar standa einnig dómurum til boða.

Athugið að einnig verður hægt að kaupa stakar máltíðir og miða á lokahóf á meðan á móti stendur. Stakar máltíðir kosta 1500.- og miði á lokahófið kostar 6000.-.

Skráning í mat og gistingu
Skráningar í AMÍ pakka skulu berast Sundfélaginu Óðni í tölvupósti á netfangið gjaldkeri@odinn.is fyrir 16. júní.  Skráningum skal skila á meðfylgjandi eyðublaði  en þar þarf einnig að koma fram fjöldi bola í hverri stærð. Greiða þarf fyrir AMÍ pakkana í seinasta lagi 21. júní.

Vinsamlegast athugið að matar- og gistipassar verða afhentir frá 16:00 - 20:00 í Brekkuskóla fimmtudaginn 21. júní og þá aðeins gegn framvísun á staðfestingu á greiðslu (til dæmis útprentun úr heimabanka).

Öllum spurningum varðandi ofangreindar upplýsingar skal beina á gjaldkeri@odinn.is.

Það verður hægt að nálgast frekari upplýsingar um mótið á heimasíðu Óðins (odinn.is) og á sérstakri Facebooksíðu AMÍ 2018, þegar nær dregur mótinu. Einnig er fólki bent á að skoða heimasíðu Akureyrarbæjar, en þar er meðal annars hægt að sjá hvað verður í boði til afþreyingar þá daga sem mótið fer fram.

Mætum með bros í hjarta svo við getum átt saman góðar stundir!