Allar æfingar falla niður og Sundlaugum lokað

Nýjar hertar sóttvarnarreglur voru kynntar í dag á fundi Almannavarna og taka gildi á miðnætti. Allt íþróttastarf verður stöðvað og mun Sundfélagið Óðinn fara eftir reglum og tilmælum stjórnvalda á meðan sóttvarnarreglur eru í gildi. Þessar reglur ná bæði til sundæfinga og sundmóta næstu þrjár vikurnar.

Heilbrigðisráðuneytið birti í dag nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tekur gildi á miðnætti og mun gilda í þrjár vikur eða til 15. apríl nk. Um er að ræða hertar samkomutakmarkanir. Samkvæmt reglugerðinni þá eru íþróttir barna og fullorðinna, þar með taldar æfingar og keppni innan- eða utandyra, sem krefjast meiri nálægðar en tveggja metra á milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, óheimilar. 

Sjá nánari upplýsingar um reglugerðina í frétt á heimasíðu ÍSÍ


Þetta eru krefjandi tímar en mikilvægt að við leggjumst öll á eitt og stöndum saman því það er ljóst að við þurfum öll að takast á við þessar aðstæður saman næstu vikur.