Álfasalann 2011

Er álfurinn í ár ekki með  húfuna hennar Dillu? :)
Er álfurinn í ár ekki með húfuna hennar Dillu? :)

Nú er komið að árlegum viðburði hjá okkur. Álfasalann byrjar formlega á fimmtudeginum 19 maí en oft höfum við byrjað seinnipart á miðvikudegi og lokið sölu milli sex og sjö á laugardegi.

Nú er ætlunin að börn fædd 1999 og eldri ásamt foreldrum þeirra sjái um álfasöluna og ágóðinn fari í ferðasjóð vegna æfingabúða. Við biðjum ykkur að bregðast fljótt við til þess að sjá hvort við getum mannað álfasöluna með þessum fjölda. Munið að foreldrar, ömmur, afar og eldri systkini geta hjálpað til á nafni sundmanns

Nokkrir punktar:

Salan stendur yfir frá fimmtudeginum 19. maí 2011 og fram á laugardaginn 21 maí 2011.

Oft er nauðsynlegt að foreldrar standi vaktina með börnum sínum þar sem bæði posar og miklir peningar eru um hönd.

Mjög gott er að miða við lágmark 4 klst á hvern sundmann. (Þægilegast er að taka 2x2 klst.)Hver einstaklingur fær inn á sitt nafn krónutölu eftir vinnuframlagi sundmanns og aðstandenda.
Álfasalan er mjög góð fjáröflun fyrir félagið og við viljum endilega gera okkar besta í ár eins og undanfarin ár. Ef við náum ekki að manna vaktir vel þurfum við að leita í aðra hópa. Samtals eru þetta 208 klukkustundir á 5 stöðum í bænum. (ÁTVR, Bónus, Bónus-nýja, Glerártorg og Hagkaup við getum bætt við Hrísalundi,Byko eða Húsasmiðjunni ef vel gengur að manna vaktir). Við reiknum með einum til tveimur fullorðnum á hverjum stað.

Viljið vera svo góð að senda okkur tölvupóst, olina@unak.is í síðasta lagi á þriðjudaginn næsta 15. maí og óska eftir vöktum, á ákveðnum stað í ákveðinn tíma (sjá vaktaplan á heimasíðu, kemur inn fljótlega) eða hringja í síma 8627749

Vaktaplan

Peppbréf


Sundmenn Óðins og foreldrar!!! Stöndum saman og sýnum hvers við erum megnug ..... og gleymum því ekki að hver og einn fær greitt eftir sínu vinnuframlagi.

Bestu kveðjur, fjáröflunarnefnd Óðins