ÁLFASALA SÁÁ.


Nú er farið að vora og komið að hinni árlegu Álfasölu SÁÁ. Elstu iðkendur félagsins hafa tekið þátt í þessari fjáröflun undanfarin ár og hefur gefist vel. Í ár fer salan fram vikuna 8.-14. maí nk. Bæði er gengið í hús og einnig staðið við verslanir og selt. Iðkendur fara tveir og tveir saman í húsagötur en nóg hefur verið að einn standi vaktir í búðum. Þar sem um miklar fjárhæðir að ræða og einnig þar sem verið er að nota posa höfum við haft það fyrir reglu að einhver fullorðinn verður að vera með börnum undir fermingaraldri. Hver og einn fær greitt eftir sínu vinnuframlagi.
Við erum að taka fyrsta skrefið í undirbúningi og kanna ég hér með áhuga ykkar á að taka þátt í þessari fjáröflun svo ég geti látið þau hjá SÁÁ vita hversu mörg hverfi við getum tekið í ár. Ég mun svo, þegar nær dregur, setja inn docs skjal þar sem þið getið skráð ykkur sjálf á götur og verslanir á þeim tíma sem ykkur hentar.

Láta vita á fjaroflun@odinn.is í síðasta lagi í dag miðvikudag.