Ágætis árangur náðist hjá okkar stelpum á Norðurlandameistaramótinu í Færeyjum um síðustu helgi.

Ágætis árangur náðist hjá okkar stelpum á Norðurlandameistaramótinu í Færeyjum um síðustu helgi.

Bryndís og Nanna náðu úrslitasætum í sínum greinum og voru ekki langt frá verðlaunasæti.
Báðar voru þær að taka þátt í fyrsta sinn á þessu móti, en þetta er orðið mjög sterkt mót.  Þær fengu mikla reynslu af þátttökunni og ætla sér báðar að ná verðlaunum á næsta móti.  Birgir Viktor náði einnig lágmörkum til að taka þátt í mótinu en gat ekki tekið þátt vegna persónulegra ástæðna.
Óðinn skartar því þremur einstaklingum í landsliðinu og er það frábær árangur.  Liðið okkar hefur sýnt miklar framfarir og alltaf gott að hafa sterka einstaklinga sem geta dregið vagninn áleiðis. Liðið okkar vinnur vel saman og árangurinn lætur því ekki á sér standa.
Síðan er gaman að geta þess að landsliðsþjálfari í þessari ferð var engin annar en okkar yfirþjálfari. Óðinn átti sem samt þrjá fulltrúa á Norðurlandameistaramóti Unglinga.