Afmælissprengimót Óðinn 60.ára

Í tilefni afmælis!

Afmælissprengimót verður 10. og 11. Sept. og gaman væri að sjá ykkur í það minnsta á bakkanum þó skemmtilegt væri að sjá ykkur keppa við 18 ára og eldri, eina grein amk. ( skráningum skilað a yfirthjalfari@odinn.is)

Afmælisveislan verður þann 11. sept. eftir að mótinu lýkur og verður hún haldin í Brekkuskóla frá kl.15-18 og er opið hús fyrir iðkendur og foreldra, núverandi og fyrrverandi og aðra velunnara Óðins.

Mögulega verða svo fleiri viðburðir í tilefni afmælisins þegar líður á sundárið.
Og að lokum, ef þið eigið pening aflögu þá getið þið stutt félagið með því að gerast félagar Óðins, kostar litlar 3000 á ári:) sjá heimasíðu www.odinn.is
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!