Æfingar hjá sundskólanum og Höfrungum hefjast í næstu viku

Því miður þá hefur póstþjónninn okkar legið niðri síðan á fimmtudag þannig að við höfum ekki getað sent út fyrirhugaðan kynningarpóst um starfið til foreldra yngstu hópanna. En við minnum á að æfingar hjá sundskólanum og Höfrungum í báðum laugum hefjast á mánudag í næstu viku.

Eins og fyrr hefur komið fram standa nú yfir framkvæmdir í Sundlaug Akureyrar sem munu að einhverju leyti hafa áhrif á starfsemina hjá okkur. Búið er að tæma gamla útikerið þannig að við þurfum að færa allar æfingar Höfrunga í Sundlaug Akureyrar yfir í nýja kerið á meðan á framkvæmdum stendur. Það stóð til að reyna að koma þeim í innilaugina en því miður þá gekk það ekki eftri þar sem hún var fullbókuð. Búið er þó að hækka hitastigið í nýja útikerinu þannig að það ættu ekki að verða of mikil viðbrigði fyrir litla kroppa að færa sig yfir í hana. Við vonum að ástandið muni ekki standa lengi yfir en okkur er tjáð að framkvæmdir muni taka u.þ.b. mánuð.

Mikil aðsókn er í yngstu hópana og því miður hefur okkur ekki tekist að losa alla biðlista þrátt fyrir mikla viðleitni til þess. Það er orðið troðfullt í alla yngstu hópana okkar og við viljum því biðja ykkur að sýna því skilning og umburðarlyndi að þröngt geti orðið í búningsklefunum á milli hópa.

Annars hlökkum við mikið til samstarfsins með ykkur í vetur!

Sundkveðjur góðar,
Stjórn og þjálfarar