Nýársmót ÍF 5 janúar.

Ferðin að þessu sinni gekk eins og best verður á kosið og veðrið gerði okkur engan grikk eins og í fyrra. Það voru 8 krakkar sem kepptu fyrir hönd Óðins að þessu sinni og stóðu þau sig með miklum ágætum öll sömul eða eins og lagt var upp með að gera eins vel og þau gætu.

Að þessu sinni voru það Bergur Unnar Unnsteinsson og Finnur Björn Antonsson sem voru nýliðar og þeir stóðu sig frábærlega og höfðu gaman af enda er það nú aðalatriðið þegar maður er að keppa í fyrsta sinn.

Allir fengu þátttöku verðlaun og við urðum svo að flýta okkur í flug, enda var það síðasta vélin heim sem við áttum bókað með.

Þessa helgi voru síðan haldnar landsliðsæfingabúðir þar sem tveir óðinsfélagar hafa verið valdir til að taka þátt í en það eru Lilja Rún og Vilhelm.

Úrslit frá mótinu.