Æfingahelgi Framtíðarhóps SSÍ

Fulltrúar Óðins, Magni Rafn og Ísabella, ásamt hluta af iðkendum sem valin voru í Framtíðarhóp SSÍ f…
Fulltrúar Óðins, Magni Rafn og Ísabella, ásamt hluta af iðkendum sem valin voru í Framtíðarhóp SSÍ fyrir helgina 29.-30. apríl
Sjöunda æfingahelgi Framtíðarhóps fór fram helgina 29-30. apríl í Reykjanesbæ. Þar var stór og flottur hópur á ferð, 15 strákar, 19 stelpur og 6 þjálfarar. Óðinn átti þar tvo fulltrúa í hópi iðkenda; Magna Rafn Ragnarsson og Ísabellu Jóhannsdóttur.
Æfingahelgin heppnaðist einstaklega vel og sundfólkið stóð sig sem oft áður frábærlega, stemningin mjög góð og mikill vinskapur í hópnum.
Dagskráin var þétt skipuð með tveimur æfingum, fræðslu og hópefli.
Þeir Eðvarð Þór Eðvarðsson, Sigurður Örn Ragnarsson og Eyleifur Jóhannesson sáu um fræðsluhornið um helgina. Eyleifur var með kynningu á Framtíðarhópi, Sigurður fræddi hópinn um hvíld og næringu, Eðvarð sagði frá sundferlinum á skemmtilegan hátt sem endaði með spurningarkeppni.
Bingó Bjössi (Eddi) sá um bingóið á laugardagskvöldið 🙂
Helgin endaði með tækniæfingu á sunnudeginum fyrir sundfólkið og fræðsluhorni fyrir foreldra 😊
Þjalfarar þessa helgina voru þau Baldur Þór Finnsson (Óðinn), Eðvarðs Þórs Eðvarðsson (ÍRB), Hjalti Guðmundsson (Ármann), Íris Edda Garðarsdóttir (Ægir), Kjell Wormdal (ÍA) og Sveinbjörn Pálmi Karlsson (Breiðablik).