Aðalfundur Sundfélagsins Óðins 3. júní nk.

Aðalfundur Sundfélagsins Óðins fer fram 3. júní nk. á efri hæð Íþróttahallarinnar kl. 19:30. Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla formanns, ársreikningur, kjör stjórnar og önnur mál.
 
Arnar Logi Björnsson, formaður stjórnar, hefur stígið til hliðar og sagt af sér stjórnarsetu. Stjórnarmeðlimir Finnur Víkingsson og Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir hafa tekið að sér hlutverk formanns fram að aðalfundi. Núverandi stjórnarmeðlimir Anna Árnadóttir, Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Finnur Víkingsson, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Ingimarsson, gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Fyrirspurnir, framboð og tilnefningar til formanns og stjórnarsetu skulu berast á netfangið formadur@odinn.is fyrir 1. júní.
 
Reglur félagsins eru aðgengilegar hér en tillögur að lagabreytingum skulu berast á netfangið formadur@odinn.is fyrir 1. júní. Þær tillögur sem berast verða birtar á heimasíðu félagsins fyrir aðalfund.