Aðalfundur Sundfélagsins Óðins 2024

Aðalfundur Sundfélagsins Óðins fer fram 17. apríl á efri hæð Íþróttahallarinnar (Teríunni) kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla formanns, ársreikningur, kjör stjórnar og önnur mál.

Stjórn Óðins óskar eftir fulltrúum í stjórn félagsins sem gegnir stóru hlutverki í starfi þess. Fyrirspurnir, framboð og tilnefningar til stjórnarsetu skulu berast á netfangið formadur@odinn.is  

Tillögur að lagabreytingum skulu að sama skapi berast á netfangið formadur@odinn.is fyrir 11. apríl. Þær tillögur sem berast verða birtar á heimasíðu félagsins fyrir aðalfund.