Aðalfundur Sundfélagsins (ath. auglýsing í dagskránni röng)

Aðalfundur Sundfélagsins verður haldin í sal Brekkuskóla þriðjudaginn 8. apríl kl 20.  Allir foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta og ræða hag barna sinna og leggja sitt af mörkum til eflingar félaginu og starfi þess.  Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf, svo sem skýrsla formanns 2013, ársreikningurinn, kjör stjórnar og nefnda og önnur mál. Veitingar í boði félagsins. 
Framboð og tilnefningar til stjórnarsetu sendist til formanns í netfangið formadur@odinn.is.

Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra og eigum notalega kvöldstund saman.