Aðalfundur

Aðalfundur Sundfélagsins Óðins fer fram 10. apríl á efri hæð Íþróttahallarinnar kl. 19:30. Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla formanns, ársreikningur, kjör stjórnar og önnur mál.

Þrír núverandi stjórnarmeðlimir og sitjandi formaður munu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Foreldrar/forráðamenn eru því hvattir til þess að íhuga það vel og vandlega hvort þeir séu ekki tilbúnir til þess að styðja við bakið á starf félagsins með því að gefa kost á sér í stjórn.

Framboð og tilnefningar til formanns og stjórnarsetu sendist á netfangið formadur@odinn.is fyrir 7. apríl. Tillögur að lagabreytingum skulu að sama skapi berast á netfangið formadur@odinn.is fyrir 7. apríl. Þær tillögur sem berast verða birtar á heimasíðu félagsins fyrir aðalfund.

Boðið verður upp á veitingar á fundinum.