Að loknu ÍM 25

 

Góður árangur náðist á meistaramótinu hjá sundfólkinu okkar.  Það voru miklar bætingar og framfarir hjá okkar fólki.  


Þrír sundmenn náðu þeim áfanga að synda undir lágmörkum sem nægja til þess að taka þátt í landsliðsverkefnum fyrir þau á þessu tímabili.
Birgir Viktor Hannesson náði lágmarki fyrir NMU liðið og einnig Rakel Baldvinsdóttir.  Hin unga og efnilega Bryndís Bolladóttir náði einnig þessum lágmörkum en hún er of ung til að taka þátt í þessum verkefnum.  Hún hefur samt aldur til að taka þátt í Ólympíuleikum æskunnar næsta sumar.  Hún stefnir ákveðin að því takmarki.

 
Almennt var góður árangur hjá liðinu okkar sem er mjög ungt og efnilegt.
Meiðsli og veikindi settu að vísu dálítið mark á liðið og vorum við færri á mótinu en við hefðum getað verið ef að allir væru hraustir.


Nú taka við miklar æfingar og mikið álag.


Um næstu helgi þá sendir Óðinn frá sér lið á IF 25.  Við óskum þeim góðs gengis og hlökkum til að sjá árangurinn þeirra sem þar synda.


Til hamingju krakkar með síðustu helgi, frábær helgi hjá ykkur.