50m skriðsundsáskorun

  • Eru prestar sneggri en bæjarfulltrúar?

  • Eru handboltamenn fljótari en fótboltamenn?

  • Una íþróttakennarar sér betur í vatni en tónlistarmenn?

  • Fara fjölmiðlamenn hraðar yfir en forráðamenn fyrirtækja?

  • Standa listmálarar skólastjórum að baki í vatninu?

  • Eru fastagestir laugarinnar hraðari en starfsmenn hennar?

Við leitum svara við þessum spurningum og fleirum í

50m skriðsundsáskorun Óðins (opið mót)

föstudaginn 15. maí kl. 17 í Akureyrarlaug.

Við gerum þetta til gamans en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Reyndu þig við aðra í hröðustu grein sundíþróttarinnar. Sjáðu hversu snögg/ur þú ert á stuttu brautinni.

Sundfélagið Óðinn og Akureyri á iði bjóða til þessa opna móts í 50m skriðsundi þann 15. maí kl. 17.

Allir velkomnir en vinsamlegast tilkynnið þátttöku á Facebook (50m skriðssundsáskorun Óðins) eða á formadur@odinn.is fyrir miðnætti þann 14. maí.