Bryndís Rún Hansen og Snævar Atli Halldórsson sundfólk Óðins 2016.

Uppskeruhátíð Óðins fyrir árið 2016.

Uppskeruhátíð Óðins var haldin í sal Brekkuskóla laugardaginn 14. janúar. Þar var farið yfir árangur liðins árs og sundmenn heiðraðir. Góð mæting var á hátíðina og skemmtu allir sér hið besta. Tilkynnt var um val á sundfólki Akureyrar 2016 sem voru Bryndís Rún Hansen og Snævar Atli Halldórsson.

Sundkona Óðins 2016:

Bryndís Rún er 23 ára sundkona í Sund­fé­lag­inu Óðni. Hún stund­ar nú nám í The Uni­versity of Hawaii og keppir með skólaliðinu í 1. deild.  Bryndís er með bestan árangur sundkvenna á Íslandi í dag bæði 50m og 100m flugsundi og 50m og 100m skriðsundi.

Árið 2016 hef­ur verið mjög gjöf­ult fyr­ir Bryndísi í sundíþrótt­inni. Á Íslandsmeistaramótinu í löngu brautinni setti hún 1 Íslands­met og vann 5 Íslandsmeistaratitla. Bryndís synti undir þremur B lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Río og var eini sundmaður Íslands sem kom fast á hæla Ólympíufara SSÍ.

Á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í London EM50 komst hún í undanúr­slit í ein­stak­lings­grein þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 50m flugsundi.

Á Heimsmeistaramótinu í Kanada HM25 sýndi Bryndís enn og aftur hvers megnug hún er þegar hún setti 2 Íslandsmet og náði inn í undanúrslit á stórbættu Íslandsmeti í 50m flugsundi.

Bryndis átti sæti í boðsundsveit Íslands í 4x100 m fjór­sundi bæði á EM50 og HM25 Boðsundsveit­in er gríðalega sterk og varð m.a í 6 sæti á EM50 og er sem stend­ur í 10. sæti á Evrópu­lista og í 16. sæti á heimslista.

Bryndís hefur sett  3 Íslandsmet með öðrum boðsundssveitum SSÍ á árinu

Þess má geta að Bryndís er fyrsta ís­lenska sund­kon­an til að synda 50m flugsund á undir 27 sek. og önnur Íslenska konan til að synda 100m skriðsund á undir 56 sek.í löngu brautinni.

Í stuttu brautinni er hún einig fyrsta íslenska konan til að synda 100m flugsund á undir 1 mínútu.

Sundkarl Óðins 2016:

Snævar Atli er 16 ára sundmaður í Sundfélaginu Óðni. Hann hefur æft sund með félaginu síðan hann var 6 ára gamall og er fæddur og uppalinn Akureyringur.

Hann stundar nám við Verkmenntaskólann á Akureyri við íþrótta- og lýðheilsubraut.

Á árinu 2016 keppti Snævar á fjölmörgum mótum innanlands. Hans aðalsund eru bringusund og fjórsund. Hann fjórbætti Akureyrarmetið í 50m bringusundi í 50m laug á árinu. Einnig tvíbætti hann metið í 100m bringusundi á Íslandsmeistaramótinu, fyrst í undanúrslitumog svo í úrslitum. Í 200m bringusundi setti hann Akureyrarmet í piltaflokki sem og karlaflokki.

Eftir Íslandsmeistaramótið hófst svo 25m tímabilið og þá héldu Akureyrarmetin áfram að falla. Hann þríbætti Akureyrarmetið í 200m bringusundi í 25m laug í bæði pilta og karlaflokki.

Hann stundar sínar æfingar af krafti og stefnir enn hærra.

 

Viðurkenningar veittar:

Í krókódílahópi, sem er eldri hópur félagsins fyrir fatlaða voru veittar eftirfarandi viðurkenningar:

Stigahæsta sund kvenna: Tinna Rut Andrésdóttir

Stigahæstu sund karla: Bergur Unnar 

Í sama hópi fékk Arndís Atlatdóttir viðurkenningu fyrir ástundun og Fannar Logi Jóhannesson fyrir framfarir í sundtækni.


Í Úrvalshóp fengu viðurkenningu: 
Fyrir ástundun Elín Rósa Ragnarsdóttir
Fyrir framfarir í sundtækni Olga María Valdimarsdóttir.
Í framtíðarhópi fengu viðurkenningu
Fyrir ástundun Stefán Gretar Katrínarson
Fyrir framfarir í sundtækni Róbert Mackay

Í afrekshópi fengu viðurkenningu: 
Fyrir mestu bætingu á árinu Eva Sól Garðarsdóttir og Baldur Logi Gautason

Stigahæsta sund kvenna Bryndís Rún Hansen og stigahæsta sund karla átti Snævar Atli Halldórsson.

Fyrirmyndar sundmaður Óðins var Viktor Emil Sigtryggsson.
Viktor hefur verið iðkandi í Óðni til margra ára. Áherslur hans hafa breyst núna og hefur hann tekið við þjálfun yngri hópa félagsins. Hann syndir þegar tími gefst með afrekshópnum. Viktor er til fyrirmyndar. Dugnaður og gleði einkennir hann. Hann er alltaf boðinn og búinn til að aðstoða. Hann er einstaklega þægilegur í umgengni þar sem hans jafnaðargeð skín alltaf í gegn. Hann er réttlátur og gefur mikið af sér. Bæði ungir sundmenn og hans jafnaldrar líka vel við hann og leita til hans þegar þörf er á. Hann svarar því kalli ávallt jákvætt og á hann þennan titil svo sannarlega skilið.

Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem eru í sundskólanum ásamt því að Dilla talaði aðeins um sundskólann. Undanfarin ár hefur sundskólinn fengið viðurkenningar og er það ánægjulegt að segja frá að sífellt fjölgar þeim sem mæta á uppskeruhátiðna og vonum við að svo verið áfram. 

Akureyrarmet.
Að minnsta kosti 34 Akureyrarmet í einstaklingsgreinum voru slegin á árinu og þar öflugastur var Snævar Atli Halldórsson og hann sló Akureyrarmet 19 og margbætti eigin Akureyrarmet sérstakleg í bringusundi. 2 Akureyrarmet voru slegin í boðsundum. 

Eftirfarandi settu Akureyrarmet á árinu í einstaklingsgreinum:
Bryndís Rún Hansen
María Arnarsdóttir
Snævar Atli Halldórsson
Þura Snorradóttir

Eftirfarandi boðsundssveitir settu Akureyrarmet :

4x200 m skrið 13-14 ára á ÍM25 í Ásvallalaug
Þura Snorradóttir, Sigurjóna Ragnheiðardóttir, 
Aþena Arnarsdóttir, Rebekka Sif Ómarsdóttir

4x200 m skrið 1-17 ára á ÍM25 í Ávallalaug
Snævar Atli Halldórsson, Baldur Logi Gautason, 
Aron Bjarki Jónsson og Hákon Alexander Magnússon

Íslandsmeistarar á árinu:

Óðinn átti 5 Íslandsmeistara á árinu og þeir voru:

Axel Birkir Þórðarson - ÍM50, 400m skrið
Bryndís Rún Hansen - ÍM50, 50m skrið, 100m skrið, 200m skrið og 100m flug
Bergur Unnar Unnsteinsson - ÍM50, 50m bak, ÍM25 50m bak og 50m skrið
Fannar Logi Jóhannesson - ÍM25, 50m bringa, 100m bringa og 200m fjór
Þura Snorradóttir - AMÍ, 200m bak

 

Speedostyrkinn 2016 hljóta eftirfarandi:

Embla Sól Garðarsdóttir
Baldur Logi Gautason
Fanna Logi Jóhannesson

MYNDIR FRÁ UPPSKERUHÁTÍÐNNI