Aðalfundur Óðins 24. mars

Aðalfundur Óðins 2011 verður haldinn í sal Brekkuskóla fimmtudgaskvöldið 24. mars kl. 20:00.

Á dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf, svo sem skýrsla um starfið 2010, reikningar, kjör stjórnar og nefnda og önnur mál. Veitingar í boði félagsins.

Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 6. grein í lögum félagsins:

6. gr.       Aðalfundur félagsins skal haldinn ár hvert eigi síðar en 10. apríl. Reikningsárið er næsta almanaksár þar á undan. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

1.      Setning–kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Skýrsla stjórnar.

3.      Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.

4.      Fjárhagsáætlun og starfsáætlun næsta árs.

5.      Ákvörðun árgjalda.

6.      Lagabreytingar.

7.      Málefni einstakra deilda félagsins

8.      Kosningar.

a)                 Formaður kosinn sérstaklega

b)                 6 menn í stjórn.

c)                  2 félagslegir skoðunarmenn.

d)                 Formenn deilda.

9.      Önnur mál.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir fullgildir meðlimir félagsins 14 ára og eldri. Til aðalfundar skal boðað með auglýsingu með minnst viku fyrirvara.

Aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað.