Samantekt frá Akranesleikunum

Akranesleikarnir fóru fram um síðustu helgi. Óðinsfólk stóð sig frábærlega á mótinu og komu heim með mörg verðlaun.

Óðinn varð í öðru sæti í stigagjöf sem félag sem er glæsilegur árangur, ÍRB sigraði naumlega með sex stigum.  Bryndís Bolladóttir átti stigahæsta einstaklingssundið og liðið okkar var valið prúðasta liðið.  Við erum afar stollt af þessum flottu krökkum. 

Yngri krakkarnir okkar sópuðu að sér verðlaunum og náðu margir lágmörkum á AMÍ sem verður síðan haldið hérna hjá okkur síðustu helgina í Júní. 

Veðrið lék alls ekki við okkur en það var suðvestan slagviðri á skaganum á föstudaginn.  En sólin skein síðan um leið og Dilla mætti á svæðið.  Það var kalt á laugardeginum en ekki rok og síðan skartaði skaginn öllu sínu fegursta á sjómannadaginn. 

Það voru sælir sundgarpar sem settustu í rútuna hlaðin verðlaunagripum og lögðu af stað heim í góða veðrið. 

Til hamingju með árangurinn krakkar, þið eruð eins og alltaf alveg frábær!!

Úrslit

Myndir.

Sundkveðjur

Ragga, Pétur og Dilla.