Siðareglur Sundfélagsins Óðins

 Siðareglur forráðamanna

  1. Mundu að barnið þitt tekur þátt sín vegna, ekki þín vegna. Hvettu barnið til þátttöku í íþróttum en ekki þvinga það.
  2. Hafðu ávallt í huga að þú ert fyrirmynd barnsins.
  3. Útskýrðu fyrir barninu að starfið fari fram eftir ákveðnum reglum og kenndu því að leysa úr ágreiningi án fjandskapar og ofbeldis. Kynntu þér reglur íþróttarinnar, fylgdu þeim og hvettu barnið til þess sama.
  4. Styddu og hvettu öll börn, ekki bara þitt eigið. Berðu virðingu fyrir réttindum barna, aðlögun og manngildum - hvert barn er einstakt og þarfnast virðingar þinnar.
  5. Hafðu jákvæðni að leiðarljósi, líka þegar á móti blæs.
  6. Mundu að virða störf dómara og annarra starfsmanna á mótum.
  7. Berðu virðingu fyrir störfum og ákvörðunum þjálfara og ekki reyna að hafa áhrif á störf hans meðan á keppni eða æfingum stendur.
  8. Lærðu að meta þátttöku sjálfboðaliða í íþróttastarfi og taktu þátt eftir því sem þér er fært. Án aðkomu sjálfboðaliða væru tækifæri iðkenda til íþróttaiðkunar takmörkuð til muna.
  9. Upplýstu um stríðni, áreitni eða aðra þá hegðun sem kann að vera særandi.

 Siðareglur iðkenda

  1. Gerðu alltaf þitt besta og berðu virðingu fyrir öðrum og sjálfum/sjálfri þér. Taktu sjálf/ur höfuðábyrgð á framförum þínum, gjörðum og þroska.
  2. Taktu þátt fyrir sjálfa/n þig og af því að það er gaman, ekki til að þjóna hagsmunum styrktaraðila, forráðamanna eða þjálfara.
  3. Gerðu þér grein fyrir því að þú ert fyrirmynd þeirra sem yngri eru, jafnt í keppni, á æfingum og þar fyrir utan.
  4. Vertu heiðarleg/ur, tillitsamur/söm og opin/n í samvinnu og samskiptum við aðra; samherja, mótherja, starfmenn og aðstandendur.
  5. Hafðu jákvæðni að leiðarljósi, líka þegar á móti blæs. Hvettu samherja þína og mótherja, vertu meðvituð/meðvitaður um líðan annarra og forðastu samanburði við aðra - Við erum öll ólík.
  6. Svindl hverskonar og óheiðarleiki er svartur blettur á íþróttum - því skaltu forðast að fara slíkar leiðir í átt að markmiðum þínum.
  7. Berðu virðingu fyrir störfum annarra og ekki láta í ljósi neikvæðar eða niðrandi athugasemdir gagnvart öðrum iðkendum, keppinautum, dómurum, þjálfurum og liðsstjórum eða öðrum aðilum sem koma að íþróttastarfi með einum eða öðrum hætti
  8. Samþykktu aldrei eða sýndu ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
  9. Upplýstu um stríðni, áreitni eða aðra þá hegðun sem kann að vera særandi.
  10. Umgengni lýsir innri manni - leggðu þig fram um að ganga vel um æfinga-og mótsstaði og hvern þann stað annan sem þú ferð um á vegum félagsins.

 Siðareglur þjálfara

  1. Vertu iðkendum þínum góð fyrirmynd. Sýndu keppinautum, dómurum og starfsfólki sundmóta virðingu og styrktu jákvæða hegðun og framkomu iðkenda í þeirra garð.
  2. Spornaðu gegn óíþróttamannslegri og niðurlægjandi hegðun. Kenndu iðkendum að bera ábyrgð á á eigin hegðun og framförum í íþróttinni.
  3. Skapaðu möguleika fyrir iðkendur til að þroska og nýta hæfileika sína.
  4. Vertu hvetjandi og sjáðu til þess að þjálfun og keppni sé við hæfi iðkenda með tilliti til aldurs, reynslu, hæfileika og vilja iðkenda. Viðhafðu jákvæða gagnrýni og forðastu neikvæða gagnrýni.
  5. Gættu þess að allir iðkendur fá jöfn tækifæri og líttu meira til færni en árangurs.
  6. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með öðrum hætti.
  7. Leggðu þitt af mörkum til að skapa gott andrúmsloft og félagsleg tengsl á milli iðkenda.
  8. Vertu réttlátur og umhyggjusamur gagnvart iðkendum þínum og sýndu meiðslum og veikindum þeirra tillitssemi. Mundu að styðja og hvetja iðkendur líka þegar á móti blæs.
  9. Gættu þess að upplýsingamiðlun og samstarf við iðkendur og foreldra/forráðamenn sé gott og vertu opinn fyrir hvers kyns umræðum eða ábendingum af þeirra hálfu.

 Siðareglur fyrir stjórnarmenn og starfsmenn

  1. Stattu vörð um grunngildi íþróttahreyfingarinnar.
  2. Stuðlaðu að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í íþróttinni.
  3. Stuðlaðu að því að markmiðum félagsins verði náð.
  4. Stuðlaðu að því að formlegum og siðferðislegum reglum og venjum sé fylgt.
  5. Virtu lýðræðisreglur og gagnsæi við ákvarðanatöku og stjórnaðu samkvæmt reglum um ábyrga fjármálastjórn.
  6. Vertu til fyrirmyndar í framkomu þegar þú kemur fram í nafni félagsins.
  7. Leystu ágreining og árekstra á sanngjarnan hátt og til samræmis við reglur og venjur félagsins.
  8. Stjórn skal eftir fremsta megni taka ákvarðanir í samráði við iðkendur, forráðamenn og aðra hlutaðeigandi og gæta þess að upplýsingamiðlun sé góð.
  9. Stuðlaðu að því að þjálfarar fái tækifæri til endurmenntunar.

 

 

 Samþykkt 18.02.2021