Gullmót Óðins 3. febrúar Glerárlaug

Jæja þá er komið að fyrsta uppbroti ársins hjá okkur.

Gullmótið í Glerárlaug verður á föstudaginn 3. feb. Mótið er sýningarmót nemenda sundskólans fyrir foreldra, ömmur og afa og aðra þá sem vilja sjá hvernig gengur. Allir krakkarnir fá Gullpening í verðlaun að sundi loknu.

 

Við byrjum kl. 15.00 og það verða Höfrungar og Gullfiskar úr báðum laugum sem ríða á vaðið. kl. 15.30 verða svo krossfiskar og skjaldbökur 3 (nýji hópurinn sem byrjaði nú eftir áramót)og sæhestar úr akureyrarlaug.
Kl. 16 verða svo sæhestahóparnir og kl. 16.45 skjaldbökuhóparnir. Systkin mega koma saman á þeim tíma sem hentar.
Hlökkum til að sjá ykkur öll:)
Þjálfarar. “