Allt íþróttastarf óheimilt

Kæru foreldrar/forráðamenn og iðkendur,

Nú er aftur komin upp sú staða að íþróttastarf er óheimilt um land allt til 17. nóvember í kjölfar hertra sóttvarnarráðstafana vegna Covid -19. Í reglugerð frá heilbrigðisráðherra kemur fram að bannið nær yfir allar þróttir, barna og fullorðinna hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar án snertingar eins og útihlaup og þess háttar eru heimilar og hvetjum við því alla til þess að nýta sér það.

Nú veltur þetta á okkur og samstöðu okkar í baráttunni gegn COVID - 19. Krakkarnir okkar eru að fórna miklu bæði hvað varðar æfingaiðkun og félagslíf og því er mikilvægt að við stöndum saman í þessu til þess að ná aðstæðum aftur í eðlilegt horf. Við getum öll haft áhrif með því að virða þær reglur og takmarkanir sem í gildi er og  minnum við á mikilvægi sóttvarna, maska notkun og virða fjarlægðar mörk. 

Baráttukveðjur til ykkar allra,

Stjórn Óðins og þjálfarar