Fréttir

Akureyrarmetin féllu í dag

Þá er 2. degi á ÍM25 lokið á krakkarnir halda áfram að gera góða hluti. Akureyrarmet féllu og margir voru að komast í úrslit. „Ég er rosalega ánægð með krakkana. Þau eru nær öll að bæta persónulegan árangur sinn og sýna miklar framfarir,“ segir Ragnheiður Runólfsdóttir yfirþjálfari.

ÍM25 fer vel af stað

Keppni á ÍM25 fer vel af stað. Í dag var keppt í 1.500 og 800 m skriðsundi, undanrásum í 100 m fjórsundi og 4x200 m skriðsundi. Sundmenn Óðins byrja mótið af krafti og nær allir voru að bæta persónulegan árangur sinn.

Bein úrslit frá ÍM25

Keppni á ÍM25 hefst kl. 18:30 á fimmtudag. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins jafn óðum og hver grein klárast.

LAUGARDAGURINN 13. nóv

Morgunæfing fellur niður hjá öllum hópum, þ.e. Afreks- Úrvals og Hákarlahóp. Góða helgi. Kveðja þjálfarar

Bryndís og Sindri í ham í Svíþjóð

Fulltrúar Óðins hjá Bergensvømmerne í Noregi, þau Bryndís Rún Hansen og Sindri Þór Jakobsson, voru heldur betur í stuði á sterku sundmóti í Väsby í Svíþjóð um helgina. Sindri, sem nú er norskur ríkisborgari, bætti Noregsmetið í 100 og 200 m flugsundi og bæði náðu lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið í 25 m laug í Póllandi.