Garpar skráning

Hjá Sundfélaginu Óðni er hægt að stunda sundæfingar fyrir fullorðið fólk með tilsögn þjálfara. Allir 20 ára og eldri sem vilja stunda sund markvisst og fá leiðbeiningar og stunda líkamsrækt í hópi skemmtilegs fólks eru hjartanlega velkomnir.  ALLIR sem vilja synda undir stjórn og leiðbeiningum eru hjartanlega velkomnir. Ánægja og vellíðan er okkar markmið, ekki keppni þó svo mönnum sé frjálst að taka þátt í slíku. Bjóðum einnig mjög velkomið þrítþrautarfólk sem vill gjarnan bæta þol sitt og tækni í sundi.

ATH gert er ráð fyrir að allir Garpar hafi sínar eigin froskalappir til umráða. Hægt er að kaupa slík hjálpartæki hjá aquasport.is.

Æfingar:
Þjálfarar Garpa eru:
Elsa María Guðmundsdóttir Netfang: elsa@akureyri.is /  Sími: 867 9257
Unnur Kristjánsdóttir Netfang: unnurak@simnet.is / Sími:  865-2315

Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:30. Opnar æfingar fyrir Garpa og Hákarla eru á laugardögum kl. 10:00.