Hagnýtt fyrir fararstjóra

Eftirfarandi er gott að hafa í huga varðandi gistinguna í Brekkuskóla, umgengni o.fl.

Félögunum verður úthlutað stofum og hver er ábyrgur fyrir sinni stofu meðan á móti stendur. Að deginum er húsið opið og stofurnar ólæstar, þannig að ekki er vert að geyma nein verðmæti þar. Ætlast er til að ró verði komin á í húsinu klukkan 22:00 (nema á sunnudagskvöldið).

Eftirlitsmyndavélar eru í og við skólann. Aðalinngöngum verður læst kl 22 á kvöldin. Skóhillur verða merktar félögum og BANNAÐ er að ganga á útiskóm inni. Hægt verður að fá moppur í ræstikompum ef fólk vill aðeins hreinsa til í kringum sig í stofunum.

Mikilvægt er að sundmenn fikti ekki í símum, tölvum eða öðrum búnaði sem kann að vera í stofunum. Berum virðingu fyrir vinnustað kennara og barnanna og göngum vel um. Til að allt gangi að óskum þá er mikilvægt að við sýnum hvort öðru tillitssemi við laugina í gistihúsnæði og í matsal.

Ef þurfa þykir er hægt að ná á Jóni Berg húsverði Brekkuskóla í síma 696 7045.

Allir sem kaupa pakka fá afhent hálsband með merki mótsins og matarmiðum á, sem ástæða er til að minna keppendur á að passa vel uppá, þá þarf að sýna við hverja máltíð. Sér miðar verða fyrir lokahófið

Verslanir eru tvær í nágrenni skólans. Krambúðin við Byggðaveg og Iceland í Kaupangi við Mýrarveg, auk þess eru stærri verslanir eins og Nettó á Glerártorgi og í Hrísalundi og Hagkaup en þær eru heldur lengra í burtu. Í öllum þessum stórmörkuðum eru líka lyfjaverslanir. Tvær Bónusverslanir eru á Akureyri. Frá Sundlaug/Brekkuskóla er styttra er í nýju Bónusverslunina í Naustahverfi.

Neyðarsími lækna er 848 2600, en slysamóttaka er á Fjórðungssjúkrahúsinu.

Til að forðast sóðaskap í búningsklefunum er mikilvægt að keppendur gangi ekki á sömu skóm á áhorfendapöllunum og inní klefunum=engir útiskór inni. Einnig biður starfsfólk sundlaugarinnar um að verðmætir skór séu teknir með inn í læsta skápa.

Aldrei er of brýnt fyrir keppendum að merkja eigur sínar. Það er t.d. erfitt að þekkja ómerkta AMÍ boli í sundur.