Uppskeruhátíðin verður laugardaginn 14 janúar í sal Brekkuskóla kl. 11

Kæru sundmenn og foreldrar!

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins verður haldin í sal Brekkuskóla laugardaginn 14. janúar kl 11:00. Við leggjum áherslu á að uppskeruhátíð sé fyrir alla sundmenn í Óðni og fjölskyldur þeirra – allt frá sundskóla og uppúr. Við höfum þetta einfalt. Það kostar að sjálfsögðu ekkert en allir mæta með einn léttan rétt með sér á hlaðborð (t.d. köku, heitan rétt eða kex og osta). Drykkir verða á staðnum.

Hvað gerum við á uppskeruhátíð?

Uppskeruhátíð er skemmtileg samverustund þar sem við njótum saman góðra veitinga, farið verður yfir árangur liðins árs og veittar viðurkenningar til sundmanna í eldri hópum.  Þarna verður einnig tilkynnt um val á sundmanni Akureyrar 2016.

Við hvetjum alla í sundskólanum til að mæta. Það verða veitt viðurkenningarskjöl til þeirra og einnig viljum við fá hópmynd. Fjölmennum og eigum saman skemmtilega stund.

Stjórn Óðins