ÍM50 sl. helgi

14 Óðins sundmenn kepptu á Íslandsmeistarmót í 50m laug um liðna helgi. Skemmst er frá því að segja að Óðins sundfólk gerði góða ferð suður yfir heiðar. Þar stendur upp úr árangur Bryndísar Rúnar Hansen en hún vann til verðlauna í öllum sínum greinum og náði þremur lágmörkum á HM sem verður haldið í sumar í Budapest 23-30 júlí.

Framfarir voru góðar hjá liðinu og góðar bætingar, segir yfirþjálfari. Fjölgun er í hópnum sem er jákvætt. Tveir af sundmönnum okkar æfa erlendis og stunda nám samhliða, önnur í menntaskóla og hin í háskóla. Strákaliðið styrkist einnig sem er afar jákvætt. Góður andi er í liðinu og búið að vera lærdómsrík og góð helgi.

Myndir frá mótinu má sjá á facebooksíðu Sundsambands Íslands og bein úrslit má finna á heimasíðu Sundsambandsins.