Greiðsla æfingagjalda fyrir haustönn 2017

Þá er komið að því að ganga frá greiðslu vegna æfingagjalda fyrir haustönn 2017.
Líkt og undanfarin ár þá er gengið frá greiðslu æfingagjalda í gegnum Nori kerfið.
Athugið ganga þarf frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í gegnum þessa síðu fyrir laugardaginn 17. september til að staðfesta þátttöku í starfinu og halda plássi í hóp.


Til þess að skrá barn og ganga frá greiðslu er farið inn á heimasíðu okkar www.odinn.is og klikkað á bláa flipann ofarlega á síðunni, undir forsíðumyndinni, sem er merktur Greiðsla/Borgun.  Sjá vefslóð   https://iba.felog.is
Val er um að greiða með því að fá greiðsluseðla eða nota kreditkort (Visa og Mastercard) og hægt er að skipta greiðslunum á allt að 3 greiðslur fyrir önnina. Jafnframt er fólki gert kleift að innleysa tómstundaávísunina í gegnum kerfið með því að haka á viðkomandi stað.
Ef fólk ætlar að nýta tómstundaávísanir Akureyrarbæjar, kr. 20.000 verður að muna að haka í „nota frístundastyrk“ . Ekki er hægt að leiðrétta eftirá og er íþróttafélögum bannað að endurgreiða þann pening skv. reglum bæjarins
Við viljum vekja athygli á því að kostnaður fyrir hvern greiðsluseðil er kr. 390,- sem er greiðslu og þjónustugjald innheimt af Greiðslumiðlun. Sundfélagið Óðinn leggur þetta gjald ekki á og fær ekkert af því í sínar hendur. Þetta á einungis við greiðsluseðla, ekki er aukakostnaður þegar notað er kreditkort.

Að lokum viljum við benda á að skráning er bindandi fyrir önnina og endurgreiðir Sundfélagið Óðinn ekki æfingagjöld nema þá að um langvarandi veikindi eða slys á barni sé um að ræða. Allar slíkar beiðnir þurfa að berast til á netfangið odinn@odinn.is

Þið hafið nú þegar fengið póst frá sem upplýsir ykkur um í hvaða hópi barnið ykkar er.